Aðferðarfræði

Aðferðarfræði

Til að meta megi ástand gróður- og jarðvegsauðlindanna, breytingar þar á og áhrif mismunandi nýtingar- og umhverfisþátta á auðlindirnar, er nauðsynlegt að meta ástand vistkerfa. Þróað hefur verið hugmyndalíkan fyrir verkefnið með þeim ferlum og þáttum sem endurspegla ástand vistkerfa og sýnir helstu þætti sem geta haft áhrif á ástandið. Hugmyndalíkanið leggur grunn að skipulagi vöktunarinnar og auðkennir þá þætti sem nauðsynlegt er afla þekkingar um.

Til að fá heildarmat á ástandi vistkerfa er nauðsynlegt að meta virkni orkuflæðisins og vatns- og næringarefnahringrásarinnar og einnig meta hvert þanþol og viðnám kerfanna er. Uppbygging plöntusamfélagsins og jarðvegurinn gegnir veigamestu hlutverki um þanþol/viðnám vistkerfa og því hversu vel þetta flæði og hringrásir virka.

Vistkerfi eru síbreytileg. Ýmsir þættir geta haft áhrif á uppbyggingu og virkni vistkerfa og þar með ástand þeirra m.a. búfjárbeit, önnur landnýting (m.a. skógrækt, virkjanir, ferðamenn), veðurfar, beit villtra dýra (náttúrulegt afrán), ágengar tegundir, náttúruhamfarir, arfleifð og mengun. Til að þekkja ástand vistkerfa, og það hvort þau eru í framför eða afturför (hnignun), er nauðsynlegt að meta ástand þeirra reglulega og með skipulögðum hætti og leita skilnings á því hvernig mismunandi þættir hafa áhrif á ástandið.

Hugmyndalíkan GróLindar

Smelltu fyrir stærri mynd

Landgræðslan

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Fax 488-3010 | Netfang land@land.is