Um GróLind

Í mars 2017 gerðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands (BÍ), Landgræðslan (nú Land og skógur) og Landssamtök sauðfjárbænda (sem árið 2021 urðu að deild sauðfjárbænda innan BÍ) með sér samkomulag til 10 ára um mat og vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins. Verkefnið fékk heitið GróLind og markmið þess eru að: (a) gera með reglubundnum hæt ti heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og (b) þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu gróður- og jarðvegsauðlinda landsins.

Það verður gert með því að setja upp kerfisbundna vöktun á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Umsjón verkefnisins er í höndum Lands og skógar en verkefnið er unnið í samstarfi við hagsmunaaðila, aðrar stofnanir og faghóp verkefnisins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipaði vorið 2017. Formaður faghópsins er Oddný Steina Valsdót tir, sauðfjárbóndi. Aðrir í faghópnum eru Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins; Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands; Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur, áður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Árið 2022 tók Járngerður Grétarsdóttir gróðurvistfræðingur við Náttúrusufræðistofnun við af Borgþóri í faghópnum.

Verkefnið er fjármagnað í gegnum búvörusamningana, með eigin framlagi Lands og skógar og með styrkjum.