Ný grein um áhrif nýtingar á gróður- og jarðvegsauðlindirnar

01.07.2018 / Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efndi til ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, þann 31. maí í Hörpu. Á ráðstefnunni var fjallað um það hvernig fyrirtæki í matvælageiranum geta tileinkað sér ábyrga framleiðsluhætti, t.d. með því að auka sjálfbærni, minnka sóun, auka hagkvæmni í orkunotkun, bæta nýtingu auðlinda og ganga vel um umhverfið. Á ráðstefnunni hélt Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri GróLindar fyrirlestur um gróður- og jarðvegsauðlindirnar. Þar kynnti hún GróLind og lagði áherslu á hlutverk matvælaframleiðenda í því að styðja við og stuðla að ábyrgri nýtingu auðlindanna. Upptökur af ráðstefnunni má nálgast á bondi.is.