GróLindar fundir á Norðurlandi Vestra

Kynningar- og samráðsfundarherferð GróLindar heldur áfram og nú er ferðinni heitið í Húnavatnssýslur og Skagafjörð á fimtudaginn næstkomandi. Í liðinni viku var farið um Vesturland og Vestfriði og eru aðstandendur GróLindar himinlifandi hvernig fundirnir tiltókust og þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyrir skemmtilegar, áhugaverðar og ekki síst fróðlegar umræður um sjálfbæra landnýtingu, sauðfjárrækt og annað.

Eins og kom fram að ofan verður ferðinni haldið á Norðurland Vestra á fimtudaginn, en tíma- og staðsetningar fundanna eru eftirfarandi:

  • Fimmtudagurinn 21. mars kl 14:00 – Félagsheimilið Víðihlíð, V-Húnavatnssýslu
  • Fimmtudagurinn 21. mars kl 20:00 – Menningarhúsið Miðgarður, Varmahlíð

Vonast starfsfólk Landgræðslunnar til að heimafólk sjái sér fært að mæta og taka þátt í þróun verkefnisins.