Sjálfbærnivísar
Þróun sjálfbærnivísa
Þróun sjálfbærnivísa
Verður fengið með samþættingu á fjarkönnunargögnum, upplýsingaöflun á jörðu niðri í samstarfi við hagaðila og neti af mælireitum. Eftirfarandi gögn verða notuð:
(a) gervitunglagögn
(b) kortlagning og loftmyndir af landslagsheildum
(c) nákvæmar loftmyndir teknar með flygildum (drónum)
(d) mæligögn fengin á mælireitum/sniðum.
Gögn sem nú þegar liggja fyrir verða jafnframt nýtt eins og kostur er. Með þessari nálgun í gagnasöfnun er tryggt að upplýsingar nýtist til að túlka niðurstöður á milli mismunandi kvarða og bæti þannig upplýsingagildi annarra gagna. Jafnframt býður þessi fjölbreytta nálgun í gagnaöflun upp á virkt samstarf við hagaðila, en gert er ráð fyrir að þeir taki virkan þátt í gagnaöflun t.d. með einföldum athugum á hverju ári og ljósmyndun af fyrirfram skilgreindum reitum.