Sumarið 2019

30.09.2019. Vettvangsvinna GróLindar hófst nú í sumar og voru þá settir út og mældir fyrstu vöktunarreitir GróLindar. Vöktunarreitirnir eru hryggjastykki verkefnsins þar sem þeir munu segja til um ástand og þróun íslenskra landvistkerfa.

Í heild voru 76 vöktunareitir settir út og þeir þættir sem segja til um virkni vistkerfa voru metnir, sjá kortið hér að neðan. Þessir þættir eru t.a.m. gróðurhæð, fjölbreytni plöntutegunda, jarðvegsrof, yfirborðþekja gróðurs og hrjúfleiki yfirborðs. Vöktunarreitnir voru valdir með tilviljunarkenndum hætti en þurftu að uppfylla ákveðin skilyrði s.s. að vera minna en 1 km frá vegi eða slóða, vera á landi í almenningseigu, og lenda á fjölbreyttu gróðurlendi.

Í heild komu 8 starfsmenn að vettvangsvinnunni á mismunandi tíma þó. Hver reitur tók eina til tvær klukustundir í mælingum og voru yfirleitt þriggja starfsmanna teymi í hverjum reit. Yfirleitt voru 2 þriggja manna teymi að störfum í hverri viku.

Þegar á heildina litið gekk vettvangsvinna vonum framan og gefur góð fyrirheit um komandi sumur. Hér fyrir neðan má sjá kort sem sýnir staðsetningu vöktunarreitanna og nokkrar myndir af starfsmönnum við mælingar.