Heildaryfirlit um stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda

Þróa sjálfbærnivísa fyrir landnýtingu.

Bryndís Marteinsdóttir um GróLind

Heildaryfirlit um stöðu gróður- og jarðvegsauðlinda fæst með samþættingu á fyrirliggjandi gögnum, nýjum fjarkönnunargögnum, upplýsingaöflun í felti í samstarfi við almenning og neti af mælireitum. Vöktun GróLindar hófst sumarið 2019, en nokkur ár munu líða þar til að hægt er að fá heildarmat yfir auðlindirnar byggt á þeim gögnum. Árið 2020 gefur GróLind út kort sem sýnir stöðumat af ástandi auðlindanna og er unnið upp úr fyrirliggjandi gögnum.

Við þróun einfaldra vísa til að meta sjálfbærni landnýtingar er nauðsynlegt að hafa skilning á áhrifum mismunandi landnýtingar á uppbyggingu og virkni vistkerfa. Í verkefninu er stefnt að því að auka þennan skilning með vöktun á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins, safna saman þeirri þekkingu sem þegar er til staðar og auka þekkingu okkar með rannsóknum. Þegar eru hafnar rannsóknir til að m.a. skoða beitaratferli sauðfjár í sumarhögum og fylgjast með því hvort gróður þróist með mismunandi hætti á beittu og friðuðu land.

Fréttir & tilkynningar

Ársskýrslur 2023 og 2022

Ársskýrslur 2023 og 2022

Út eru komnar árskýrslur fyrir árin 2022 og 2023.Markmið þeirra er að gefa greinargóða en um leið aðgengilega yfirsýn yfir starfsemi GróLindar á...

Ársskýrsla GróLindar 2021

Ársskýrsla GróLindar 2021

Ársskýrsla GróLindar 202121.02.2021. Starfsfólk GróLindar hefur ritað ársskýrslu fyrir árið 2021, þar sem farið er yfir það sem var gert á árinu og...

Sumarið 2020

Sumarið 2020

Sumarið 202009.10.2020. Í sumar, frá júní fram í september, voru 150 vöktunarreitir GróLindar lagðir út víðsvegar um landið. Í hverri viku voru að...

GróLind

Markmið

Markmið GróLindar er tvíþætt..

Vöktun og ástand gróðurs

Verið er að þróa aðferðafræði vöktunarinnar. Það..

Þróun sjálfbærnivísa

Verður fengið með samþættingu á..

Kortlagning úthaga

Kortavefsjá GróLindar