Ársskýrsla GróLindar 2021

21.02.2021. Starfsfólk GróLindar hefur ritað ársskýrslu fyrir árið 2021, þar sem farið er yfir það sem var gert á árinu og hvað árið 2022 ber í skauti sér. Hana má lesa hér.

Sumarið 2021 var lagður út 171 vöktunarreitur víðsvegar um landið, en stefnt er að því að setja upp rösklega 1000 vöktunarreiti á næstu árum. Aðferðir þar sem landnotendur og aðrir geta tekið þátt í vöktun á sínum löndum með hjálp snjallforrits í síma voru prófaðir á árinu. Árið 2022 er gert ráð fyrir að hefja þá vöktun formlega. Í framtíðinni mun ástandsmat GróLindar byggja á samþættingu ofangreindra mælinga og fjarkönnunar.
Unnið var að því á árinu að safna upplýsingum til að bæta kortlagningu beitarlanda, en sú kortlagning verður uppfærð árið 2022. Sumarið 2021 héldu rannsóknir á atferli sauðfjár í sumarhögum áfram. Ljóst er að mjög miklar upplýsingar liggja nú þegar í þeim gögnum sem hafa safnast og munu þau m.a. gefa okkur innsýn í hvernig sauðfé nýtir beitarlönd sín og hvernig nýtingin breytist m.a. eftir ástandi og veðurfari.

Mikil áhersla er lögð á að vinna verkefnið í góðu samstarfi við landnotendur, vísindasamfélagið og opinberar stofnanir. Á árinu hefur verkefnið verið kynnt með fyrirlestrum, í fjölmiðlum og á fundum.