Sumarið 2019
12.06.2020. Fimmtudaginn 18. júní 13:00 verða kynntar niðurstöður GróLindar á annars vegar stöðumati á ástandi á landi og hinsvegar kortlagning beitilanda sauðfjár. Gögnin verða öllum opin í kortasjá að kynningu lokinni.
Í stöðumati á ástandi lands voru notuð fyrirliggjandi gögn, vistgerðarkortlagning Náttúrufræðistofnunar Íslands og Rofkortlagning RALA. Gögnin voru unnin útf rá aðferðafræði okkar sem snýst um að meta virkni og stöðguleika vistkerfa með vísindalegum hætti. Við kortlagningu beitarlanda var upplýsingum safnað um raunveruleg beitarsvæði á landinu og um leið hvaða svæði eru ekki nýtt til sauðfjárbeitar. Upplýsingarnar voru fengnar frá fjölmörgum staðkunnugum aðilum um allt land s.s. fjallskilastjórum, bændum og öðrum.
Þessar fyrsta kortlagningar eru á grófum kvarða en gefur engu að síður gott yfirlit yfir ástand gróður- og jarðvegsauðlindarinnar og beitarsvæði landsins. Á komandi árum verður ástandsmatið gert nákvæmara m.a. með mælireitum GróLindar og mælingum almennings. Kortlagning verður sömuleiðis gerð nákvæmari t.d. aukinni upplýsingasöfnun fyrir láglendissvæði, en fólk mun geta komið ábendingum á framfæri um villur sem má finna í kortinu.
Fundurinn verður í opnu streymi og er slóðinn á fundinn hér: Horfa á streymi fundar